Fótbolti

Nýtt sjónarhorn sýnir að boltinn var ekki inni | Sjáðu þetta myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu en nýtt myndband sýnir að boltinn fór ekki yfir línuna fyrr en Alfreð potaði boltanum úr höndum markvarðarins.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu en nýtt myndband sýnir að boltinn fór ekki yfir línuna fyrr en Alfreð potaði boltanum úr höndum markvarðarins. Vísir/Samsett
Sigurmark íslenska landsliðsins á móti Finnlandi á Laugardalsvellinum í gærkvöldi verður ekkert minna umdeilt eftir því sem lengra líður frá leiknum.

Íslenska liðið tryggði sér sigur með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma eftir að hafa jafnað metin skömmu áður.

Finnarnir voru brjálaðir út í dómaratríóið eftir leik og nýtt myndband af markinu styður þeirra málstað.

Mynd af markinu sem birtist á Twitter í gær var villandi skjáskot sem tók ekki af vafa um hvort markið var löglegt. Boltinn var í loftinu og því var ekki hægt að fullyrða það að hann hafi verið kominn inn.

Finninn Oskari Karppinen birti síðan nýtt myndband á Twitter þar sem sjónarhornið er frá myndavél sem var staðsett upp í markinu á Laugardalsvelli í gær.

Myndavélin tók upp það sem gerðist á marklínunni í sigurmarkinu og þar sést að boltinn fór aldrei yfir marklínuna.

Dómari leiksins skráði markið á Ragnar Sigurðsson en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá fór boltinn ekki inn fyrr en Alfreð Finnbogason sparkaði boltanum úr höndunum á markverðinum.

Önnur sjónarhorn af markinu umdeilda:

Tengdar fréttir

Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið

Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær.

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Veislunni bjargað á ögurstundu

Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu.

Alfreð: Þetta var bara eitthvað rugl

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×