„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2016 18:45 Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44
Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18