Erlent

Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Donald Trump heilsar stuðningsmönnum sínum í New York í dag.
Donald Trump heilsar stuðningsmönnum sínum í New York í dag. Vísir/Getty
Hundruð stuðningsmanna forsetaframbjóðandans Donalds Trump komu saman fyrir utan Trump Tower í New York í dag.

Þangað flykktust þeir til að sýna stuðning sinn við auðkýfinginn í verki en síðastliðinn sólarhringur hefur verið baráttu hans mjög erfiður.

Allt frá því að Washington Post birti myndbandsupptöku af Trump þar sem hann stærir sig af því að geta komið fram við konur eins og hann vill hafa framámenn í Repúblikanaflokknum snúið við honum baki. Myndbandið má sjá með því að smella hér.

Sjá einnig: Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur

Þeirra á meðal eru þungavigtarmenn á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney ásamt þingforsetanum Paul Ryan. Þá hafa tugir annarra nafntogaðra Repúblikana farið fram á að Trump stígi til hliðar og að varaforsetaefnið Mike Pence taki við keflinu. Þrátt fyrir vaxandi andstöðu tísti Donald Trump því fyrr í dag að hann ætlaði sér aldrei að hætta í baráttunni og valda þannig stuðningsmönnum sínum vonbrigðum.Sjá einnig: Donald Trump er ekki af baki dottinn

Stuðningsmenn auðkýfingsins fengu veður af því að hann myndi funda með ráðgjöfum sínum í New York í dag og fjölmenntu þeir fyrir utan Trump Tower þar sem höfuðstöðvar hans er að finna.

Í myndbandi sem AP fréttastofan birti nú undir kvöld má sjá ringulreiðina sem skapaðist þegar hundruð stuðningsmanna reyndu að berja átrúnaðargoðið sitt augum og kölluðu hvatningarorð til Trump.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.