Segir að enginn megi vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs hjá Swansea Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25
Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00