Baltasar um gagnrýnina á Nova-snappið: Fáránlegar yfirlýsingar að verið væri að normalísera fíkniefni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:56 Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58