Baltasar um gagnrýnina á Nova-snappið: Fáránlegar yfirlýsingar að verið væri að normalísera fíkniefni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:56 Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58