Baltasar um gagnrýnina á Nova-snappið: Fáránlegar yfirlýsingar að verið væri að normalísera fíkniefni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:56 Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58