Baltasar um gagnrýnina á Nova-snappið: Fáránlegar yfirlýsingar að verið væri að normalísera fíkniefni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:56 Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri og einn af aðalleikurum kvikmyndarinnar Eiðurinn sem frumsýnd verður í vikunni segist ekkert skammast sín fyrir myndskeið sem sýnd voru á Snapchat-aðgangi Nova um helgina og voru liður í markaðssetningu myndarinnar. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur taka fíkniefni á skemmtistað, djamma og skemmta sér en þegar líður á nóttina og næsta dag kárnar gamanið. Myndböndin vöktu mikið umtal um helgina og fannst mörgum þau óviðeigandi. Þannig sagði framkvæmdastjóri Heimilis og skóla að með snappinu væri að vissu leyti verið að normalísera fíkniefni. Baltasar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég vil benda á að ég leikstýrði ekki þessu efni, það var annar aðili sem gerði það en þetta var gert í samstarfi við Nova og mér fannst þetta bara takast ótrúlega vel. Mér fannst þetta frábær leið til að sýna fólki hvaða afleiðingar fíkniefni geta haft. Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar hjá fólki um að það væri verið að normalísera eða upphefja fíkniefni,“ segir Baltasar en hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Hann segir myndböndin hafa sýnt raunveruleikann eins og hann er; að fíkniefnaneysla geti haft alvarlegar afleiðingar en myndskeiðið endaði á því að pabbi annarrar stúlkunnar dó og sjálf endaði hún ofan á skotti í bíl hjá fíkniefnasölum. „Fólki lá bara svo mikið á að dæma þetta og það voru orðin læti áður en myndefnið varð klárað,“ segir Blatasar en tekur þó fram að honum finnist agalegt ef einhver börn hafi horft á snappið. Hins vegar sé það svo að það er 13 ára aldurstakmark á Snapchat samkvæmt notendareglum forritsins. „Það er ekkert sýnt í þessu myndskeiði sem myndi ekki vera leyft í mynd fyrir 12 ára og eldri og ekkert sem er ekki sýnt hér á Stöð 2 eða RÚV rétt eftir fréttir þannig að það er mikill tvískinnungur í þessu.“ Myndböndin á snappinu sýndu eina af hliðarsögum Eiðsins en myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Viðtalið við Baltasar og Heru Hilmarsdóttur aðalleikkonu myndarinnar má hlusta á í spilaranum hér að ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32 Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni Leikin atriði sem sýna raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búa í, segir Nova. 3. september 2016 17:32
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58