Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Ásgeir Erlendsson skrifar 3. september 2016 13:58 Skjáskot úr NOVA-snappinu. Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira