Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Ásgeir Erlendsson skrifar 3. september 2016 13:58 Skjáskot úr NOVA-snappinu. Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira