Yfirlýsing frá Nova: Myndböndin gerð í forvarnarskyni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2016 17:32 Nova segir að um sé að ræða leikin atriði sem gerð hafi verið í forvarnarskyni. Þau sýni þann raunveruleika sem fjölmörg ungmenni búi í. vísir/ Fjarskiptafyrirtækið Nova segir umdeild myndbönd sem birtust á Snapchat-aðgangi fyrirtækisins í nótt hafa verið gerð í forvarnarskyni. Um hafi verið að ræða leikin atriði sem sýni þann raunveruleika sem mörg ungmenni lifi og hrærist í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Nova sendi fjölmiðlum síðdegis. Misjafnar skoðanir eru á ágæti myndbandanna en á þeim má sjá ungar stúlkur í gleðskap að neyta fíkniefna.Ungar stúlkur neyta fíkniefna í myndbandinu.skjáskotNova segir að myndböndin hafi verið gerð í samvinnu við Reykjavík Studios sem framleiðir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinn. Snöppin innihaldi hliðarsögu sem tengist myndinni. Í tilkynningunni segir Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Reykjavík Studios, að efni sem þetta stuði marga en að þessi veruleiki sé til staðar í íslensku samfélagi.Sjá einnig:„Ekki heppilegt efni fyrir unga notendur“ „Við erum auðvitað að nýta þetta tól til að markaðssetja myndina, en í leiðinni er ætlun okkar að sýna þann raunveruleika sem allt of margir ungir Íslendingar búa við. Ég geri mér grein fyrir því að þetta efni kann að stuða marga en því miður eru atburðir sem þessir að gerast í samfélaginu okkar á hverjum degi. Mér þykir leitt ef við höfum gengið fram af einhverjum en þegar horft er á alla söguna í gegn sést að við erum alls ekki að hefja upp þennan lífsstíl, heldur þvert á móti, að sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar hann hefur“, segir Björn"Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft," segir Liv Bergþórsdóttir.Þá segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, að Snapchat setji þau skilyrði að notendur miðilsins hafi náð þrettán ára aldri, en umræðan hefur meðal annars snúið að því hvort Snapchat sé ákjósanlegur vettvangur fyrir efni sem þetta. „Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft. Það er sífellt verið að leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og sést það kannski best þegar horft er til forvarnarstarfs tengt umferðarmálum. Þetta var leið sem við ákváðum að prófa en ungmenni eru mikið á internetinu og horfa á sjónvarp án þess að við sem eldri erum séum endilega með þeim og mig grunar að mörg þeirra hafi séð grófara efni á þeim miðlum en það sem þarna birtist“, segir Liv. Tengdar fréttir Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova segir umdeild myndbönd sem birtust á Snapchat-aðgangi fyrirtækisins í nótt hafa verið gerð í forvarnarskyni. Um hafi verið að ræða leikin atriði sem sýni þann raunveruleika sem mörg ungmenni lifi og hrærist í. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Nova sendi fjölmiðlum síðdegis. Misjafnar skoðanir eru á ágæti myndbandanna en á þeim má sjá ungar stúlkur í gleðskap að neyta fíkniefna.Ungar stúlkur neyta fíkniefna í myndbandinu.skjáskotNova segir að myndböndin hafi verið gerð í samvinnu við Reykjavík Studios sem framleiðir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðinn. Snöppin innihaldi hliðarsögu sem tengist myndinni. Í tilkynningunni segir Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Reykjavík Studios, að efni sem þetta stuði marga en að þessi veruleiki sé til staðar í íslensku samfélagi.Sjá einnig:„Ekki heppilegt efni fyrir unga notendur“ „Við erum auðvitað að nýta þetta tól til að markaðssetja myndina, en í leiðinni er ætlun okkar að sýna þann raunveruleika sem allt of margir ungir Íslendingar búa við. Ég geri mér grein fyrir því að þetta efni kann að stuða marga en því miður eru atburðir sem þessir að gerast í samfélaginu okkar á hverjum degi. Mér þykir leitt ef við höfum gengið fram af einhverjum en þegar horft er á alla söguna í gegn sést að við erum alls ekki að hefja upp þennan lífsstíl, heldur þvert á móti, að sýna fram á hversu alvarlegar afleiðingar hann hefur“, segir Björn"Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft," segir Liv Bergþórsdóttir.Þá segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, að Snapchat setji þau skilyrði að notendur miðilsins hafi náð þrettán ára aldri, en umræðan hefur meðal annars snúið að því hvort Snapchat sé ákjósanlegur vettvangur fyrir efni sem þetta. „Við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með Rvk. Studios og Baltasar Kormáki þar sem að við gerðum okkur ljóst hversu mikið forvarnargildi þetta gæti haft. Það er sífellt verið að leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og sést það kannski best þegar horft er til forvarnarstarfs tengt umferðarmálum. Þetta var leið sem við ákváðum að prófa en ungmenni eru mikið á internetinu og horfa á sjónvarp án þess að við sem eldri erum séum endilega með þeim og mig grunar að mörg þeirra hafi séð grófara efni á þeim miðlum en það sem þarna birtist“, segir Liv.
Tengdar fréttir Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. 3. september 2016 13:58