Gífurlegur fögnuður braust út þegar Valdimar kom í mark Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. ágúst 2016 11:56 Valdimar hljóp síðasta spölinn og var vel fagnað. Vísir/Hanna Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er kominn í mark eftir að hafa farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Gífurlegur fögnuður var í Lækjargötu þegar söngvarinn fór yfir lokalínuna. Vísir var með beina útsendingu alla leiðina en Valdimar lét sér nægja að labba lang stærsta hlutann en hann fékk í bakið fyrir nokkrum dögum. Þegar kom að því að klára skipti Valdimar yfir í næsta gír og hljóp síðasta hlutann.Söngvarinn tók sjálfu af sér og stuðningsmönnum eftir að hann kom í mark.Vísir/ValdimarHonum var gífurlega vel fagnað á leiðinni og brustu margir aðdáendur hans í söng á hliðarlínunni þegar hann fór fram hjá. Stuðningsmenn hans og fjölskylda tóku á móti honum sem og lúðrasveit sem spilaði tóna úr Rocky myndunum þegar hann mætti á staðinn. Það tók Valdimar rétt um tvo tíma að klára vegalengdina. Valdimar hljóp fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt var að heita á hann fyrir og á meðan á hlaupinu stóð. Hann safnaði um 671 þúsund krónum fyrir félagið með framtaki sínu. Því er ljóst að hér hefur verið bæði um gífurlegan sigur fyrir félagið og hann sjálfan að ræða.Uppfært 12:18 - Myndbandið fjarlægt af FacebookHægt var að horfa á myndbandið af þátttöku Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu í heild sinni um leið og beinni útsendingu lauk. Stuttu seinna var myndbandið þó fjarlægt af ráðamönnum Facebook þar sem heyra mátti lagið Happy með Pharrell Williams einhvers staðar á þeim tveimur klukkustundum sem útsendingin varði.Uppfært 12:43Sérstök bón var send til Facebook um að setja myndbandið upp aftur og var það gert. Ferðalag Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má því nú sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ég er matarfíkill með offitusýki“ Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður hefur unnið þrekvirki á nokkrum vikum og losað sig við 50 kíló af fitumassa. 21. júlí 2016 14:53 Hlustaðu á tónlistina sem Valdimar er með í ræktinni Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu um þarnæstu helgi. 10. ágúst 2016 12:30 Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er kominn í mark eftir að hafa farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Gífurlegur fögnuður var í Lækjargötu þegar söngvarinn fór yfir lokalínuna. Vísir var með beina útsendingu alla leiðina en Valdimar lét sér nægja að labba lang stærsta hlutann en hann fékk í bakið fyrir nokkrum dögum. Þegar kom að því að klára skipti Valdimar yfir í næsta gír og hljóp síðasta hlutann.Söngvarinn tók sjálfu af sér og stuðningsmönnum eftir að hann kom í mark.Vísir/ValdimarHonum var gífurlega vel fagnað á leiðinni og brustu margir aðdáendur hans í söng á hliðarlínunni þegar hann fór fram hjá. Stuðningsmenn hans og fjölskylda tóku á móti honum sem og lúðrasveit sem spilaði tóna úr Rocky myndunum þegar hann mætti á staðinn. Það tók Valdimar rétt um tvo tíma að klára vegalengdina. Valdimar hljóp fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt var að heita á hann fyrir og á meðan á hlaupinu stóð. Hann safnaði um 671 þúsund krónum fyrir félagið með framtaki sínu. Því er ljóst að hér hefur verið bæði um gífurlegan sigur fyrir félagið og hann sjálfan að ræða.Uppfært 12:18 - Myndbandið fjarlægt af FacebookHægt var að horfa á myndbandið af þátttöku Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu í heild sinni um leið og beinni útsendingu lauk. Stuttu seinna var myndbandið þó fjarlægt af ráðamönnum Facebook þar sem heyra mátti lagið Happy með Pharrell Williams einhvers staðar á þeim tveimur klukkustundum sem útsendingin varði.Uppfært 12:43Sérstök bón var send til Facebook um að setja myndbandið upp aftur og var það gert. Ferðalag Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má því nú sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ég er matarfíkill með offitusýki“ Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður hefur unnið þrekvirki á nokkrum vikum og losað sig við 50 kíló af fitumassa. 21. júlí 2016 14:53 Hlustaðu á tónlistina sem Valdimar er með í ræktinni Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu um þarnæstu helgi. 10. ágúst 2016 12:30 Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég er matarfíkill með offitusýki“ Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður hefur unnið þrekvirki á nokkrum vikum og losað sig við 50 kíló af fitumassa. 21. júlí 2016 14:53
Hlustaðu á tónlistina sem Valdimar er með í ræktinni Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu um þarnæstu helgi. 10. ágúst 2016 12:30
Hafa misst rúm 20 kíló vegna innblásturs frá Valdimar „Svona fréttir ylja manni um hjartarætur.“ 3. ágúst 2016 14:46