Vísir var með beina útsendingu alla leiðina en Valdimar lét sér nægja að labba lang stærsta hlutann en hann fékk í bakið fyrir nokkrum dögum. Þegar kom að því að klára skipti Valdimar yfir í næsta gír og hljóp síðasta hlutann.

Valdimar hljóp fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt var að heita á hann fyrir og á meðan á hlaupinu stóð. Hann safnaði um 671 þúsund krónum fyrir félagið með framtaki sínu. Því er ljóst að hér hefur verið bæði um gífurlegan sigur fyrir félagið og hann sjálfan að ræða.
Uppfært 12:18 - Myndbandið fjarlægt af Facebook
Hægt var að horfa á myndbandið af þátttöku Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu í heild sinni um leið og beinni útsendingu lauk. Stuttu seinna var myndbandið þó fjarlægt af ráðamönnum Facebook þar sem heyra mátti lagið Happy með Pharrell Williams einhvers staðar á þeim tveimur klukkustundum sem útsendingin varði.
Uppfært 12:43
Sérstök bón var send til Facebook um að setja myndbandið upp aftur og var það gert. Ferðalag Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má því nú sjá hér fyrir neðan.