Innlent

Segir formann reyna að bjarga eigin skinni

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um flokksþing í haust.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um flokksþing í haust.

Tvö kjördæmisþing Framsóknarflokksins um helgina samþykktu tillögu þess efnis að boða ætti til flokksþing fyrir kosningar þar sem ný foryrsta verður kosin. Samskonar tillaga var felld í kjördæmi formannsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi atkvæði gegn tillögu um að halda flokksþing fyrir kosningar.

Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, segir mjög marga í grasrót flokksins vilja sjá flokksþing fyrir kosningar og mikilvægt sé að forystan endurnýi umboð sitt. Eygló er sammála þeim aðilum sem hafa talað fyrir því að boða til flokksþings fyrir kosningar. „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft gott af því að halda flokksþing fyrir kosningar þar sem línur eru lagðar,“ segir Eygló.

„Ég er í forystusveit flokksins og verði boðað til flokksþings þarf hver og einn að meta stöðu sína og hlusta á grasrótina,“ segir Eygló þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns komi til flokksþings. „Nú er fókusinn á húsnæðismálunum og ég mun fara á Vesturland til að ræða húsnæðismál og þyrfti líka að fara til Akureyrar að ræða húsnæðismál,“ bætir Eygló við.

Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst

Formaður Framsóknarflokksins er með útspili sínu á kjördæmaþingi flokksins í norðausturkjördæmi að hugsa um eigin hag og sé í ferð að bjarga sínu eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi fyrir kosningar. Það sé svo álitamál hvert sú ferð fari saman við hagsmuni flokksins, segir Grétar Þór Eyþórsson, Prófessor í stjórnmálafræðum við Háskólann á Akureyri. Ljóst er að staða hans sé ekki mjög sterk á landsvísu.

„Það er alveg á hreinu að Sigmundur og stuðningsmenn hans vilja ekki flokksþing fyrir kosningar. Þess vegna er hann væntanlega að þæfa mál þannig að það verði ekki haldið flokksþing fyrr en eftir kosningar,“ segir Grétar Þór.

„Þarna eru uppi átök og er Sigmundur Davíð að bjarga sínum pólitíska heiðri með að hrökklast ekki frá völdum sem formaður á flokksþingi.“

Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.