Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 12:22 vísir/getty Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira