Erlent

Erdogan og Pútín endurnýja tengslin

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Pútín og Erdogan takast í hendur í Pétursborg.
Pútín og Erdogan takast í hendur í Pétursborg. Nordicphotos/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í gær í Pétursborg á móti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Pútín sagði fundinn merki um að þeir vilji endurnýja tengsl ríkjanna og bæta samskipti þeirra.

Þetta var í fyrsta sinn sem Pútín og Erdogan hittust frá því tyrkneskir hermenn skutu niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands í nóvember síðastliðnum. Eftir það versnuðu samskipti ríkjanna mjög.

Í júní baðst Erdogan hins vegar afsökunar á því sem gerðist.

Eftir valdaránstilraunina misheppnuðu í Tyrklandi fimmtánda júlí síðastliðinn varð Pútín svo fyrstur erlendra þjóðhöfðingja til að hringja í Erdogan og lýsti þá yfir stuðningi við hann. Fundur Pútíns og Erdogans í gær er jafnframt fyrsta opinbera heimsókn Tyrklandsforseta frá valdaránstilrauninni.

Á fundi þeirra í gær sagði Erdogan þetta símtal hafa verið afar kærkomið.

„Þetta verður söguleg heimsókn, nýtt upphaf,“ sagði Erdogan í viðtali við rússnesku fréttastofuna Tass fyrir fundinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×