Ellefu árásir í fimm héröðum Taílands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2016 10:00 Maður gengur fram hjá markaði í Phang-nga héraði þar sem sprengja sprakk. Nordicphotos/AFP Ellefu sprengjuárásir voru gerðar í fimm héröðum Taílands í gær og fyrradag. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið og þá eru 34 alvarlega slasaðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum ellefu og ekki er víst að þær tengist. Árásirnar voru gerðar á vinsæla ferðamannabæi. Fjórar voru gerðar á bæinn Hua Hin og tvær á eyna Phuket. Einnig voru tvær árásir gerðar á Phang-nga, sem og Surat Thani, en ein á Trang. Hua Hin er um 200 kílómetra suður af höfuðborginni Bangkok og Phuket enn sunnar. Staðirnir tveir, líkt og Phang-nga, eru þekktir fyrir fallegar strendur. Lögregluyfirvöld hafa handtekið nokkra menn sem liggja undir grun en þau útiloka að alþjóðlegir hryðjuverkahópar standi að baki árásunum. Frá þessu greinir fréttastofa BBC. Talsmaður ríkislögreglu Taílands segir sumar sprengjanna hafa verið eldsprengjur. Fréttamaður BBC í Taílandi, Jonathan Head, segir að uppreisnarmenn gætu staðið að baki árásunum. Ef svo væri myndi það þýða nýja aðferðafræði þeirra við árásir. Uppreisnarmenn hafa síðastliðin tólf ár kljáðst við yfirvöld í suðurhluta Taílands og drepið um sex þúsund manns. Þó hafi árásir þeirra aldrei beinst gegn ferðamönnum líkt og nú. „Þessar árásir eru frábrugðnar þeim hryðjuverkaárásum sem áður hafa verið gerðar í Taílandi,“ sagði Piyapan Pingmuang, talsmaður lögreglu, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði ástæðuna vera þá að árásirnar beindust ekki gegn opinberum stofnunum. Býst hann við því að Hua Hin hafi orðið fyrir árásum þar sem borgin er uppáhaldsborg konungs Taílands, Bhumibol Adulyadej. Þar sé sumarbústaður hans, Klai Kangwon-höll. Þá var gærdagurinn einnig afmælisdagur drottningarinnar, Sirikit Kitiyakara. Einnig voru árásirnar gerðar aðeins nokkrum dögum fyrir ársafmæli árásarinnar á Erawan-hofið. Þar fórust tuttugu manns. Taílendingar kusu um nýja stjórnarskrá fyrir viku. Ný stjórnarskrá var samþykkt með 61 prósenti greiddra atkvæða. Þó segir Paul Quaglia, sem starfað hefur í tuttugu ár fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og sérhæft sig í málefnum Taílands, í samtali við fréttastofu CNN að árásirnar tengist nýju stjórnarskránni líklegast ekki. Það sé vegna þess að erfitt sé að samhæfa slíkar árásir á svo stuttum tíma.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ellefu sprengjuárásir voru gerðar í fimm héröðum Taílands í gær og fyrradag. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið og þá eru 34 alvarlega slasaðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum ellefu og ekki er víst að þær tengist. Árásirnar voru gerðar á vinsæla ferðamannabæi. Fjórar voru gerðar á bæinn Hua Hin og tvær á eyna Phuket. Einnig voru tvær árásir gerðar á Phang-nga, sem og Surat Thani, en ein á Trang. Hua Hin er um 200 kílómetra suður af höfuðborginni Bangkok og Phuket enn sunnar. Staðirnir tveir, líkt og Phang-nga, eru þekktir fyrir fallegar strendur. Lögregluyfirvöld hafa handtekið nokkra menn sem liggja undir grun en þau útiloka að alþjóðlegir hryðjuverkahópar standi að baki árásunum. Frá þessu greinir fréttastofa BBC. Talsmaður ríkislögreglu Taílands segir sumar sprengjanna hafa verið eldsprengjur. Fréttamaður BBC í Taílandi, Jonathan Head, segir að uppreisnarmenn gætu staðið að baki árásunum. Ef svo væri myndi það þýða nýja aðferðafræði þeirra við árásir. Uppreisnarmenn hafa síðastliðin tólf ár kljáðst við yfirvöld í suðurhluta Taílands og drepið um sex þúsund manns. Þó hafi árásir þeirra aldrei beinst gegn ferðamönnum líkt og nú. „Þessar árásir eru frábrugðnar þeim hryðjuverkaárásum sem áður hafa verið gerðar í Taílandi,“ sagði Piyapan Pingmuang, talsmaður lögreglu, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði ástæðuna vera þá að árásirnar beindust ekki gegn opinberum stofnunum. Býst hann við því að Hua Hin hafi orðið fyrir árásum þar sem borgin er uppáhaldsborg konungs Taílands, Bhumibol Adulyadej. Þar sé sumarbústaður hans, Klai Kangwon-höll. Þá var gærdagurinn einnig afmælisdagur drottningarinnar, Sirikit Kitiyakara. Einnig voru árásirnar gerðar aðeins nokkrum dögum fyrir ársafmæli árásarinnar á Erawan-hofið. Þar fórust tuttugu manns. Taílendingar kusu um nýja stjórnarskrá fyrir viku. Ný stjórnarskrá var samþykkt með 61 prósenti greiddra atkvæða. Þó segir Paul Quaglia, sem starfað hefur í tuttugu ár fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og sérhæft sig í málefnum Taílands, í samtali við fréttastofu CNN að árásirnar tengist nýju stjórnarskránni líklegast ekki. Það sé vegna þess að erfitt sé að samhæfa slíkar árásir á svo stuttum tíma.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira