Ellefu árásir í fimm héröðum Taílands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. ágúst 2016 10:00 Maður gengur fram hjá markaði í Phang-nga héraði þar sem sprengja sprakk. Nordicphotos/AFP Ellefu sprengjuárásir voru gerðar í fimm héröðum Taílands í gær og fyrradag. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið og þá eru 34 alvarlega slasaðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum ellefu og ekki er víst að þær tengist. Árásirnar voru gerðar á vinsæla ferðamannabæi. Fjórar voru gerðar á bæinn Hua Hin og tvær á eyna Phuket. Einnig voru tvær árásir gerðar á Phang-nga, sem og Surat Thani, en ein á Trang. Hua Hin er um 200 kílómetra suður af höfuðborginni Bangkok og Phuket enn sunnar. Staðirnir tveir, líkt og Phang-nga, eru þekktir fyrir fallegar strendur. Lögregluyfirvöld hafa handtekið nokkra menn sem liggja undir grun en þau útiloka að alþjóðlegir hryðjuverkahópar standi að baki árásunum. Frá þessu greinir fréttastofa BBC. Talsmaður ríkislögreglu Taílands segir sumar sprengjanna hafa verið eldsprengjur. Fréttamaður BBC í Taílandi, Jonathan Head, segir að uppreisnarmenn gætu staðið að baki árásunum. Ef svo væri myndi það þýða nýja aðferðafræði þeirra við árásir. Uppreisnarmenn hafa síðastliðin tólf ár kljáðst við yfirvöld í suðurhluta Taílands og drepið um sex þúsund manns. Þó hafi árásir þeirra aldrei beinst gegn ferðamönnum líkt og nú. „Þessar árásir eru frábrugðnar þeim hryðjuverkaárásum sem áður hafa verið gerðar í Taílandi,“ sagði Piyapan Pingmuang, talsmaður lögreglu, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði ástæðuna vera þá að árásirnar beindust ekki gegn opinberum stofnunum. Býst hann við því að Hua Hin hafi orðið fyrir árásum þar sem borgin er uppáhaldsborg konungs Taílands, Bhumibol Adulyadej. Þar sé sumarbústaður hans, Klai Kangwon-höll. Þá var gærdagurinn einnig afmælisdagur drottningarinnar, Sirikit Kitiyakara. Einnig voru árásirnar gerðar aðeins nokkrum dögum fyrir ársafmæli árásarinnar á Erawan-hofið. Þar fórust tuttugu manns. Taílendingar kusu um nýja stjórnarskrá fyrir viku. Ný stjórnarskrá var samþykkt með 61 prósenti greiddra atkvæða. Þó segir Paul Quaglia, sem starfað hefur í tuttugu ár fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og sérhæft sig í málefnum Taílands, í samtali við fréttastofu CNN að árásirnar tengist nýju stjórnarskránni líklegast ekki. Það sé vegna þess að erfitt sé að samhæfa slíkar árásir á svo stuttum tíma.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Ellefu sprengjuárásir voru gerðar í fimm héröðum Taílands í gær og fyrradag. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið og þá eru 34 alvarlega slasaðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum ellefu og ekki er víst að þær tengist. Árásirnar voru gerðar á vinsæla ferðamannabæi. Fjórar voru gerðar á bæinn Hua Hin og tvær á eyna Phuket. Einnig voru tvær árásir gerðar á Phang-nga, sem og Surat Thani, en ein á Trang. Hua Hin er um 200 kílómetra suður af höfuðborginni Bangkok og Phuket enn sunnar. Staðirnir tveir, líkt og Phang-nga, eru þekktir fyrir fallegar strendur. Lögregluyfirvöld hafa handtekið nokkra menn sem liggja undir grun en þau útiloka að alþjóðlegir hryðjuverkahópar standi að baki árásunum. Frá þessu greinir fréttastofa BBC. Talsmaður ríkislögreglu Taílands segir sumar sprengjanna hafa verið eldsprengjur. Fréttamaður BBC í Taílandi, Jonathan Head, segir að uppreisnarmenn gætu staðið að baki árásunum. Ef svo væri myndi það þýða nýja aðferðafræði þeirra við árásir. Uppreisnarmenn hafa síðastliðin tólf ár kljáðst við yfirvöld í suðurhluta Taílands og drepið um sex þúsund manns. Þó hafi árásir þeirra aldrei beinst gegn ferðamönnum líkt og nú. „Þessar árásir eru frábrugðnar þeim hryðjuverkaárásum sem áður hafa verið gerðar í Taílandi,“ sagði Piyapan Pingmuang, talsmaður lögreglu, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði ástæðuna vera þá að árásirnar beindust ekki gegn opinberum stofnunum. Býst hann við því að Hua Hin hafi orðið fyrir árásum þar sem borgin er uppáhaldsborg konungs Taílands, Bhumibol Adulyadej. Þar sé sumarbústaður hans, Klai Kangwon-höll. Þá var gærdagurinn einnig afmælisdagur drottningarinnar, Sirikit Kitiyakara. Einnig voru árásirnar gerðar aðeins nokkrum dögum fyrir ársafmæli árásarinnar á Erawan-hofið. Þar fórust tuttugu manns. Taílendingar kusu um nýja stjórnarskrá fyrir viku. Ný stjórnarskrá var samþykkt með 61 prósenti greiddra atkvæða. Þó segir Paul Quaglia, sem starfað hefur í tuttugu ár fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og sérhæft sig í málefnum Taílands, í samtali við fréttastofu CNN að árásirnar tengist nýju stjórnarskránni líklegast ekki. Það sé vegna þess að erfitt sé að samhæfa slíkar árásir á svo stuttum tíma.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent