Geta orðið allt að fimm hundruð ára gamlir Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Hákarlar verða allra hryggdýra elstir, samkvæmt nýrri rannsókn danskra vísindamanna. Nordicphotos/AFP Hákarlar geta orðið 300 til 500 ára gamlir. Þetta fullyrða danskir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á 28 hákörlum. Sá elsti reyndist vera um það bil 392 ára gamall, en skekkjumörkin eru reyndar töluverð: 120 ár, þannig að þessi hákarl gæti verið í mesta lagi 512 ára en þó ekki yngri en 272 ára. Það þýðir að hann kom í heiminn einhvern tímann á árabilinu 1492 til 1789. Meira en hálf öld er liðin frá því vísindamenn áttuðu sig á því að hákarlar vaxa aðeins um örfáa sentimetra á ári, eða jafnvel vel innan við sentimetra. Það var danski sjávarlíffræðingurinn Paul Marinus Hansen sem benti fyrstur á þetta. Auk þess hefur lengi verið þekkt að þeir verða háaldraðir. Fáar ef nokkrar dýrategundir verða eldri. Til þessa hafði samt engum tekist að finna nothæfa leið til að greina aldur þeirra. Eða þangað til Julius Nielsen og félagar fengu birta fyrir helgi grein í tímaritinu Science, þar sem þeir lýsa aðferð sinni við að aldursgreina hákarla. Þessu er öllu saman lýst á danska vísindavefnum videnskab.dk og í frásögn á vef líffræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Notast er við geislakolsaðferðina sem hefur áratugum saman reynst vísindamönnum vel við aldursgreiningu á lífverum, fornleifum, jarðefnum og öðru því sem menn vilja vita aldur á. Aðferðin felst í því að greina magn C-14 kolefnis, sem er geislavirkt og klofnar með tímanum. Lausnin fannst þegar Nielsen og félagar prófuðu að beita þessari aðferð á augnasteina hákarlanna, með svipuðum hætti og áður hefur verið gert til að aldursgreina hvali. Rétt eins og fiskar halda hákarlar áfram að vaxa alla ævina, mest reyndar fyrst en svo hægist smám saman á vextinum. Þeir verða allt að fimm metra langir og geta orðið eitt tonn að þyngd. Augasteinar hákarls breytast hins vegar lítið eftir fæðinguna og því er hægt að beita geislakolsaðferðinni á þá. Þar nýttust vísindamönnunum líka tilraunir með kjarnorkusprengingar, sem gerðar voru á sjötta áratugnum. Þær skildu eftir sig mikið magn af C-14 kolefni, þannig að sjá mátti hvort hákarlarnir voru fæddir fyrir eða eftir þessar kjarnorkutilraunir.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Hákarlar geta orðið 300 til 500 ára gamlir. Þetta fullyrða danskir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á 28 hákörlum. Sá elsti reyndist vera um það bil 392 ára gamall, en skekkjumörkin eru reyndar töluverð: 120 ár, þannig að þessi hákarl gæti verið í mesta lagi 512 ára en þó ekki yngri en 272 ára. Það þýðir að hann kom í heiminn einhvern tímann á árabilinu 1492 til 1789. Meira en hálf öld er liðin frá því vísindamenn áttuðu sig á því að hákarlar vaxa aðeins um örfáa sentimetra á ári, eða jafnvel vel innan við sentimetra. Það var danski sjávarlíffræðingurinn Paul Marinus Hansen sem benti fyrstur á þetta. Auk þess hefur lengi verið þekkt að þeir verða háaldraðir. Fáar ef nokkrar dýrategundir verða eldri. Til þessa hafði samt engum tekist að finna nothæfa leið til að greina aldur þeirra. Eða þangað til Julius Nielsen og félagar fengu birta fyrir helgi grein í tímaritinu Science, þar sem þeir lýsa aðferð sinni við að aldursgreina hákarla. Þessu er öllu saman lýst á danska vísindavefnum videnskab.dk og í frásögn á vef líffræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Notast er við geislakolsaðferðina sem hefur áratugum saman reynst vísindamönnum vel við aldursgreiningu á lífverum, fornleifum, jarðefnum og öðru því sem menn vilja vita aldur á. Aðferðin felst í því að greina magn C-14 kolefnis, sem er geislavirkt og klofnar með tímanum. Lausnin fannst þegar Nielsen og félagar prófuðu að beita þessari aðferð á augnasteina hákarlanna, með svipuðum hætti og áður hefur verið gert til að aldursgreina hvali. Rétt eins og fiskar halda hákarlar áfram að vaxa alla ævina, mest reyndar fyrst en svo hægist smám saman á vextinum. Þeir verða allt að fimm metra langir og geta orðið eitt tonn að þyngd. Augasteinar hákarls breytast hins vegar lítið eftir fæðinguna og því er hægt að beita geislakolsaðferðinni á þá. Þar nýttust vísindamönnunum líka tilraunir með kjarnorkusprengingar, sem gerðar voru á sjötta áratugnum. Þær skildu eftir sig mikið magn af C-14 kolefni, þannig að sjá mátti hvort hákarlarnir voru fæddir fyrir eða eftir þessar kjarnorkutilraunir.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira