Bandaríkin reiddu fram 400 milljónir til að liðka fyrir lausn fanga í Íran Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 22:34 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir 400 milljóna dollara greiðslu, sem nemur um 46 milljörðum íslenskra króna, til Íran hafa verið lagða fram til að liðka fyrir lausn bandarískra fanga.Talsmaður ráðuneytisins, John Kirby, sagði við fjölmiðla að samið hafi verið sérstaklega um greiðsluna og að þær samningaviðræður hafi ekki verið haldnar samhliða samningaviðræðum um lausn fanganna. Greiðslan var síðan ekki innt af hendi fyrr en fangarnir voru farnir frá Íran. Bandaríkjamennirnir fimm voru leystir úr haldi í janúar síðastliðnum í skiptum fyrir sjö íranska fanga. Bandaríkin sendu sama daga 400 milljónir dollara til Íran. Fangaskiptin áttu sér stað um það leyti sem Bandaríkin afléttu viðskiptaþvingunum á Íran eftir að Íranir lofuðu að láta af þróun kjarnavopna. Ullu þau mikilli reiði á meðal Repúblikana sem sögðu bandarísk yfirvöld hafa sýnt linkind í málinu. Forsvarsmenn Hvíta hússins hafa neitað því staðfastlega að þessi greiðsla hafi verið lausnargjald fyrir fangana, heldur að greiðslan hafi verið hluti af sátt í áralangri fjármáladeilu landanna sem teygir sig aftur til ársins 1979 þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran. Kirby lét þessi ummæli falla eftir að bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því að þessi greiðsla var ekki látin af hendi rakna fyrr en flugvélin sem flutti bandarísku fangana frá Íran var komin úr landi. Kirby sagði greiðsluna hluta af 1,7 milljörðum dala sem Bandaríkin skulda Íran vegna samninga um hergögn milli landanna sem gerður var á áttunda áratug síðustu aldar. Hergögnin voru hins vegar aldrei afhent og var það alfarið útilokað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði samþykkt að endurgreiða írönskum yfirvöldum en Kirby sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkjastjórn hefði haft áhyggjur af því að stjórnvöld í Íran myndu ekki efna loforð sitt um að sleppa föngunum og var því beðið með að afhenda peningana þangað til fangarnir höfðu yfirgefið landið. „Annað hefði verið heimskulegt af okkur,“ sagði Kirby. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir 400 milljóna dollara greiðslu, sem nemur um 46 milljörðum íslenskra króna, til Íran hafa verið lagða fram til að liðka fyrir lausn bandarískra fanga.Talsmaður ráðuneytisins, John Kirby, sagði við fjölmiðla að samið hafi verið sérstaklega um greiðsluna og að þær samningaviðræður hafi ekki verið haldnar samhliða samningaviðræðum um lausn fanganna. Greiðslan var síðan ekki innt af hendi fyrr en fangarnir voru farnir frá Íran. Bandaríkjamennirnir fimm voru leystir úr haldi í janúar síðastliðnum í skiptum fyrir sjö íranska fanga. Bandaríkin sendu sama daga 400 milljónir dollara til Íran. Fangaskiptin áttu sér stað um það leyti sem Bandaríkin afléttu viðskiptaþvingunum á Íran eftir að Íranir lofuðu að láta af þróun kjarnavopna. Ullu þau mikilli reiði á meðal Repúblikana sem sögðu bandarísk yfirvöld hafa sýnt linkind í málinu. Forsvarsmenn Hvíta hússins hafa neitað því staðfastlega að þessi greiðsla hafi verið lausnargjald fyrir fangana, heldur að greiðslan hafi verið hluti af sátt í áralangri fjármáladeilu landanna sem teygir sig aftur til ársins 1979 þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran. Kirby lét þessi ummæli falla eftir að bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því að þessi greiðsla var ekki látin af hendi rakna fyrr en flugvélin sem flutti bandarísku fangana frá Íran var komin úr landi. Kirby sagði greiðsluna hluta af 1,7 milljörðum dala sem Bandaríkin skulda Íran vegna samninga um hergögn milli landanna sem gerður var á áttunda áratug síðustu aldar. Hergögnin voru hins vegar aldrei afhent og var það alfarið útilokað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði samþykkt að endurgreiða írönskum yfirvöldum en Kirby sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkjastjórn hefði haft áhyggjur af því að stjórnvöld í Íran myndu ekki efna loforð sitt um að sleppa föngunum og var því beðið með að afhenda peningana þangað til fangarnir höfðu yfirgefið landið. „Annað hefði verið heimskulegt af okkur,“ sagði Kirby.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira