Bandaríkin reiddu fram 400 milljónir til að liðka fyrir lausn fanga í Íran Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 22:34 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir 400 milljóna dollara greiðslu, sem nemur um 46 milljörðum íslenskra króna, til Íran hafa verið lagða fram til að liðka fyrir lausn bandarískra fanga.Talsmaður ráðuneytisins, John Kirby, sagði við fjölmiðla að samið hafi verið sérstaklega um greiðsluna og að þær samningaviðræður hafi ekki verið haldnar samhliða samningaviðræðum um lausn fanganna. Greiðslan var síðan ekki innt af hendi fyrr en fangarnir voru farnir frá Íran. Bandaríkjamennirnir fimm voru leystir úr haldi í janúar síðastliðnum í skiptum fyrir sjö íranska fanga. Bandaríkin sendu sama daga 400 milljónir dollara til Íran. Fangaskiptin áttu sér stað um það leyti sem Bandaríkin afléttu viðskiptaþvingunum á Íran eftir að Íranir lofuðu að láta af þróun kjarnavopna. Ullu þau mikilli reiði á meðal Repúblikana sem sögðu bandarísk yfirvöld hafa sýnt linkind í málinu. Forsvarsmenn Hvíta hússins hafa neitað því staðfastlega að þessi greiðsla hafi verið lausnargjald fyrir fangana, heldur að greiðslan hafi verið hluti af sátt í áralangri fjármáladeilu landanna sem teygir sig aftur til ársins 1979 þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran. Kirby lét þessi ummæli falla eftir að bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því að þessi greiðsla var ekki látin af hendi rakna fyrr en flugvélin sem flutti bandarísku fangana frá Íran var komin úr landi. Kirby sagði greiðsluna hluta af 1,7 milljörðum dala sem Bandaríkin skulda Íran vegna samninga um hergögn milli landanna sem gerður var á áttunda áratug síðustu aldar. Hergögnin voru hins vegar aldrei afhent og var það alfarið útilokað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði samþykkt að endurgreiða írönskum yfirvöldum en Kirby sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkjastjórn hefði haft áhyggjur af því að stjórnvöld í Íran myndu ekki efna loforð sitt um að sleppa föngunum og var því beðið með að afhenda peningana þangað til fangarnir höfðu yfirgefið landið. „Annað hefði verið heimskulegt af okkur,“ sagði Kirby. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir 400 milljóna dollara greiðslu, sem nemur um 46 milljörðum íslenskra króna, til Íran hafa verið lagða fram til að liðka fyrir lausn bandarískra fanga.Talsmaður ráðuneytisins, John Kirby, sagði við fjölmiðla að samið hafi verið sérstaklega um greiðsluna og að þær samningaviðræður hafi ekki verið haldnar samhliða samningaviðræðum um lausn fanganna. Greiðslan var síðan ekki innt af hendi fyrr en fangarnir voru farnir frá Íran. Bandaríkjamennirnir fimm voru leystir úr haldi í janúar síðastliðnum í skiptum fyrir sjö íranska fanga. Bandaríkin sendu sama daga 400 milljónir dollara til Íran. Fangaskiptin áttu sér stað um það leyti sem Bandaríkin afléttu viðskiptaþvingunum á Íran eftir að Íranir lofuðu að láta af þróun kjarnavopna. Ullu þau mikilli reiði á meðal Repúblikana sem sögðu bandarísk yfirvöld hafa sýnt linkind í málinu. Forsvarsmenn Hvíta hússins hafa neitað því staðfastlega að þessi greiðsla hafi verið lausnargjald fyrir fangana, heldur að greiðslan hafi verið hluti af sátt í áralangri fjármáladeilu landanna sem teygir sig aftur til ársins 1979 þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran. Kirby lét þessi ummæli falla eftir að bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því að þessi greiðsla var ekki látin af hendi rakna fyrr en flugvélin sem flutti bandarísku fangana frá Íran var komin úr landi. Kirby sagði greiðsluna hluta af 1,7 milljörðum dala sem Bandaríkin skulda Íran vegna samninga um hergögn milli landanna sem gerður var á áttunda áratug síðustu aldar. Hergögnin voru hins vegar aldrei afhent og var það alfarið útilokað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði samþykkt að endurgreiða írönskum yfirvöldum en Kirby sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkjastjórn hefði haft áhyggjur af því að stjórnvöld í Íran myndu ekki efna loforð sitt um að sleppa föngunum og var því beðið með að afhenda peningana þangað til fangarnir höfðu yfirgefið landið. „Annað hefði verið heimskulegt af okkur,“ sagði Kirby.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira