Trump ýjar að því að varðmenn annars viðauka gætu drepið Hillary Clinton Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2016 20:40 Frá kosningafundi Donald Trump í Norður-Karólínu. Vísir/Getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38
Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10