Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 23:41 Nicolas Maduro er forseti Venesúela. vísir/nordic photos Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins. Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins.
Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15