Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 23:41 Nicolas Maduro er forseti Venesúela. vísir/nordic photos Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins. Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins.
Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15