Erlent

Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela.
Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. Vísir/Getty
Þúsundir Venesúelamanna hafa farið yfir landamærin til Kólumbíu til þess að kaupa mat og lyf eftir að landamærin á milli ríkjanna voru opnuð í tólf tíma í gær.

Landamærunum var lokað í ágúst á síðasta ári en yfirvöld í Venesúela hleyptu fólki í gegn svo hægt væri að kaupa helstu nauðþurftir. Venesúela gengur nú í gegnum djúpa efnahagslega kreppu en í síðustu viku brutust 500 konur í gegnum landamærin í leit að mat og helstu nauðþurftum.

Sjá einnig:Sjálf­skapar­víti Venesúela: Sósíalíska drauma­ríkið sem koll­varpaðist í mar­tröð

Á fyrstu tveimur tímunum fóru um sex þúsund manns yfir til Kólumbíu og voru verslanir og apótek í landamæraborgum Kólumbíu yfirfullar af Venesúelamönnum sem versluðu hrísgrjón, hveiti, lyf og fleira sem eru verulega dýr í Venesúela. Skortur er á matvælum, lyfjum og rafmagni í landinu og fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði.

Verðbólga í landinu, sem í gegnum tíðina hefur verið nokkuð stabíl í tuttugu prósentum, er nú 180 prósent og hefur hækkað úr 76 prósentum frá upphafi árs í fyrra. Til samanburðar fór hún hæst í rúm hundrað prósent í efnahagskreppu níunda áratugar síðustu aldar og í um 110 prósent á miðjum tíunda áratugnum. Ekki sér fyrir lokin á vandræðum Venesúela.


Tengdar fréttir

Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela

Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×