Enski boltinn

Wenger gæti tekið við Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tekur Wenger við Englandi eftir ár?
Tekur Wenger við Englandi eftir ár? vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann gæti vel hugsað sér að verða stjóri enska landsliðsins í knattspyrnu eftir að samningur hans við Arsenal rennur út.

„Gæti ég orðið þjálfari Englands, afhverju ekki? Ég myndi aldrei gefa það frá mér, en ég er ánægður í félagsliða fótbolta. England er mitt annað land," sagði hann í viðtali við beIN.

„Ég á eitt ár eftir af samningi sínum og ég hef verið með þá í lengri tíma. Ég hef alltaf virt mína samninga og mun gera það áfram," sagði Wenger, en bætti við:

„Hvað gerist eftir það? Í hreinskilni sagt, þá veit ég það ekki."

England leitar nú logandi ljósi að nýjum stjóra eftir að Roy Hodgson ákvað að hætta eftir 2-1 tap gegn Íslandi í 16-liða úrslitunum á EM.

„Ég var á hnjánum þegar England tapaði fyrir Íslandi. Ég trúði þessu ekki, en þegar þú hofrðir á leikinn aftur sástu að það versta gat gerst."

„Panikkuðu þeir eða voru þeir þreyttir? Ég veit ekki, en England fann ekki svör við því sem Ísland setti fram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×