Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:00 Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00