Hannes einn af þeim sem UEFA telur að hafi breytt lífi sínu á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 15:30 Hannes Þór Halldórsson á góðri stundu á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira