Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:54 Ieshia Evans tók þátt í mótmælum í Baton Rouge um helgina. Vísir/EPA „Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016 Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016
Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38