Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:54 Ieshia Evans tók þátt í mótmælum í Baton Rouge um helgina. Vísir/EPA „Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016 Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég er þakklát fyrir velvildina og ástarkveðjurnar en þetta er verk Guðs. Ég er farvegurinn. Dýrð sé Guði í upphæðum.“ Þetta skrifar Ieshia Evans á Facebook-síðu sína en hún er svarta konan sem náðist á mynd þegar hún var handtekin í Baton Rouge þar sem hún mótmælti friðsamlega í síðum kjól og tátiljum. Myndin hefur farið sigurgöngu um veraldarvefinn en fjölmargir hafa deilt henni og lofað Evans. Evans var ein af 132 sem handteknir voru þennan dag en handtakan átti sér stað á laugardaginn síðastliðinn. Myndina má sjá hér að neðan. Mótmælt hefur verið að undanförnu í Baton Rouge eftir að lögreglan skaut þeldökkan mann, Alton Sterling, til bana í Baton Rouge í liðinni viku. Myndband náðist af því þegar tveir hvítir lögreglumenn skutu Sterling en lögreglan hafði fengið tilkynningu um vopnaðan mann sem var að ógna fólki. Just spoke to one of her best friends. She's still in jail after this arrest in Baton Rouge. A mother to a 5 y/o son pic.twitter.com/hxDIjoDh6p— Shaun King (@ShaunKing) July 10, 2016 BBC er einn þeirra miðla sem vitnar í Facebook-síðu Ieshia Evans en erlendir fjölmiðlar hafa ekki enn tekið viðtal við Evans sem er hjúkrunarkona. Hún segir sjálf í öðrum Facebook-ummælum að hún vilji ekki að vinir sínir séu að veita viðtöl fyrir hennar hönd eða um hana, hún kjósi heldur að fá tækifæri til þess að tala fyrir sjálfa sig.Daily Mail hefur skrifað um Evans og hefur hún sjálf deilt fréttinni en bætir við að í henni sé ekki öll sagan sögð. Þar er sagt frá því að hún sé 28 ára gömul og hafi komið alla leið frá New York til þess að taka þátt í mótmælunum í Baton Rouge. Vitni sagði í samtali við The Atlantic að hún hefði ekki streist á móti þegar hún var handtekin en að hún hefði jafnframt neitað með þögn sinni að færa sig af veginum eins og lögregla skipaði mótmælendum. Mótmælin í Baton Rouge hafa verið fremur friðsamleg, í það minnsta að degi til, en þeir sem handteknir voru sakaðir um að hafa tálmað umferðargötu. Evans var haldið í fangageymslu í 24 tíma en sleppt að því loknu. Ljósmyndarinn sem var á bakvið linsuna þegar Evans var handtekin heitir Jonathan Bachman og hefur hann hlotið mikið lof fyrir. Þykir myndin einstök táknmynd fyrir baráttuna; hvernig saklaust þeldökkt fólk mætir offorsi af hálfu lögreglunnar. Hér má sjá myndasyrpu af handtökunni og þar sést hvernig Evans hlýðir mótþróalaust eftir að hún er handtekin.This photograph of Ieshia Evans by Jonathan Bachman says everything about our see-saw of atrocity and absurdity pic.twitter.com/NVCqJgd47I— Maria Popova (@brainpicker) July 12, 2016 One word: #powerful Have y'all seen this image of protester #IeshiaEvans? https://t.co/hpNYjxzglE pic.twitter.com/mhjoJvwypZ— Rickey Smiley (@RickeySmiley) July 12, 2016 The woman in Baton Rouge. Cartoons inspired by courage of #IeshiaEvans @AndyMarlette @DarwinBrandis @StefSimanowitz pic.twitter.com/D0qIKMEcTj— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) July 11, 2016
Tengdar fréttir Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Ljósmynd af handtöku þeldökkrar konu í Baton Rouge lýst sem goðsagnakenndri Fjöldi fólks hefur deilt myndinni á samfélagsmiðlum en ljósmyndari, Jonathan Bachman, sem tók myndina fyrir Reuters segir að hann sé fullur auðmýktar yfir því að hafa tekið mynd sem fangi svo vel það sem sé að gerast í Baton Rouge. 11. júlí 2016 16:38