Erlent

Mikill viðbúnaður við lögreglustöð í Dallas vegna hótunar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fimm lögreglumenn féllu í skotárás fyrir tveimur dögum.
Fimm lögreglumenn féllu í skotárás fyrir tveimur dögum. vísir/epa

Hópur sérsveitarmanna umkringir nú lögreglustöðina í Dallas eftir að lögreglunni barst ábending um að hópur manna hyggðist gera árás á hana.

Heimildir herma að lögreglan hafi fengið símtal þar sem fram kom að menn væru á leið til borgarinnar frá Houston í þeim tilgangi að fella lögreglumenn.

Í frétt Reuters kemur fram að gæsla í kringum lögreglustöðina hafi verið aukin til muna. Ekki er vitað hve margir mynda meintan árásarhóp en ljóst er að lögreglan tekur ábendinguna alvegarlega.

Tveir dagar eru síðan fimm lögreglumenn í borginni voru felldir af leyniskyttu. Þeir lögreglumenn höfðu verið að fylgjast með mótmælum sem fram fóru eftir að lögreglumenn í Minnesota og Baton Rouge skutu tvo þeldökka menn til bana.

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.