Einn helsti barnaníðingur Bretlands játaði 71 brot Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2016 10:30 Vísir/AFP/Getty Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira