Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. maí 2016 07:00 Íraskir hermenn búa sig undir áhlaup á Fallúdsja, höfuðstað Anbar-héraðs í Írak. vísir/epa Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira