Enski boltinn

Gylfi valinn bestur hjá Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fagnar einu ellefu marka sinna í vetur.
Gylfi fagnar einu ellefu marka sinna í vetur. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson sópaði til sín verðlaunum á lokahófi enska úrvalsdeildarliðsins Swansea City í kvöld.

Gylfi vann til fernra verðlauna á lokahófinu. Íslenski landsliðsmaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Swansea, bæði að mati samherja sinna og stuðningsmanna félagsins.

Þá fékk hann verðlaun fyrir að vera besti leikmaður Swansea á útivelli og deildi markakóngstitlinum með Andre Ayew. Ganamaðurinn var einnig valinn nýliði ársins hjá velska liðinu.

Sjá einnig: Þjálfaramálin hjá Swansea komin á hreint

Gylfi hefur spilað frábærlega með Swansea í vetur og þá sérstaklega eftir áramót. Gylfi, sem spilar ekki lokaleik Swansea á tímabilinu sökum meiðsla í öxl, skoraði 11 mörk í 36 deildarleikjum í vetur.

Hann hefur alls gert 25 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Swansea, jafn mörg og Wilfried Bony gerði á sínum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×