Valdi vallavörður verður nú alltaf á Kópavogsvellinum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:00 Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti