Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:27 Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann. vísir/anton brink Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki