Neyðarástandi lýst yfir í Bagdad eftir að mótmælendur yfirtóku þing landsins Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 18:55 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira