Íslenski boltinn

Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson.
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson. Vísir/Stefán

Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir að Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Valsmenn unnu síðan vítakeppnina 4-1.

Ekkert félag hefur unnið Meistarakeppnina oftar en Valsmenn eru nú komnir með þriggja titla forskot á Keflavík, Fram og FH.

Valsmenn eru jafnframt ósigraðir í Meistarakeppninni síðan 1989 en þetta var sjötti sigur liðsins í röð í leik um meistara meistaranna.

Valsmenn unnu FH-inga líka 2008 og 2006 en höfðu unnið ÍA, Víking og Fram þegar þeir unnu Meistarakeppnina þrjú ár í röð frá 1991 til 1993.

Valsmenn töpuðu síðasta í Meistarakeppninni 16. maí 1989 þegar Fram vann Val 3-1 á Gervigrasvellinum í Laugardal.


Síðustu tíu leikir Valsmenna í Meistarakeppni KSÍ:
2016 - Sigur á FH í vítakeppni eftir 3-3 jafntefli
2008 - 2-1 sigur á FH
2006 - 1-0 sigur á FH
1993 - 2-1 sigur á ÍA
1992 - 3-1 sigur á Víkingum
1991 - 2-1 sigur á Fram
1989 - 3-1 tap fyrir Fram
1988 - 4-3 sigur á Fram
1986 - 2-1 tap fyrir Fram
1981 - 1-0 tap fyrir Fram


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.