Íslenski boltinn

FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
FH ver titilinn er sagt.
FH ver titilinn er sagt. vísir/þórdís
FH er spáð Íslandsmeistaratitilinum í Pepsi-deild karla en árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna var opinberuð á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar í dag.

FH fékk 411 stig í kosningunni, 30 stigum meira en KR sem er spáð öðru sæti. Stjörnunni er spáð þriðja sæti, Val fjórða og Breiðabliki fimmta sæti.

FH varð meistari í sjöunda sinn og í fyrsta sinn síðan 2012 þegar liðið fagnaði titlinum síðasta sumar. Það er af flestum talið líklegast til að vinna titilinn aftur.

Nýliðum Þróttar og Ólafsvíkur er spáð falli og ÍA og ÍBV verða í fallbaráttunni með þeim.

Spáin:

1. FH 411 stig

2. KR 381

3. Stjarnan 335

4. Valur 319

5. Breiðablik 309

6. Víkingur 266

7. Fylkir 191

8. Fjölnir 170

9. ÍBV 149

10. ÍA 115

11. Víkingur Ólafsvík 95

12. Þróttur 67




Fleiri fréttir

Sjá meira


×