Erlent

Óttast aðra kjarnorkuvopnatilraun

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Útlit er fyrir að Kim Jong-un hafi fyrirskipað sprengingu á annari kjarnorkusprengju.
Útlit er fyrir að Kim Jong-un hafi fyrirskipað sprengingu á annari kjarnorkusprengju. Vísir/Getty
Forseti Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea sé í þann mund að framkvæma fimmtu kjarnavopnatilraun sína. Park-Geun-hye forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað her sínum að vera í viðbragðsstöðu.

Í samtali við fréttastofu Yonhap segir hún að herinn hafi tekið eftir aukinni á Pungguri svæðinu þar sem Norður-Kóreumenn hafa hingað til prufað kjarnavopn sín. Hún gaf engar upplýsingar um af hvaða toga sú virkni var.

Sprengi Norður-Kóreumenn ný kjarnorkusprengju yrði það mikil ögrun við Sameinuðu Þjóðarinnar sem fyrirskipaði frekari refsiaðgerðir í síðasta mánuði vegna meintra kjarnavopnatilrauna. Þær aðgerðir áttu að koma í veg fyrir að Norður-Kórea geti fjármagnað slíkar tilraunir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×