Erlent

Ætla að hald­a kjarn­ork­u­til­raun­um sín­um á­fram

Samúel Karl Ólason skrifar
Norður-Kóreumenn sögðu nýverið að þeim hefði tekist að minnka kjarnorkuvopn svo hægt væri að koma því fyrir í eldflaug.
Norður-Kóreumenn sögðu nýverið að þeim hefði tekist að minnka kjarnorkuvopn svo hægt væri að koma því fyrir í eldflaug. Vísir/EPA
Stjórnvöld Norður-Kóreu ætla sér að halda kjarnorku- og eldflaugatilraunum áfram, „gegn vilja Bandaríkjanna og bandamanna þeirra“. Erindreki landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nokkurs konar stríðsástand sé á Kóreuskaganum.

So Se Pyong, ræddi við Reuters fréttaveituna, og fordæmdi hann sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem eru nú yfirstandandi. Hann sagði æfingunni vera ætlað að ráða forystu Norður-Kóreu af dögum.

Nú í janúar sprengdi Norður-Kórea kjarnorkuvopn í fjórða sinn og hafa þeir framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugar á undanförnum mánuðum.

So Se Pyong sagði að viðræður um kjarnorkuáætlun þeirra kæmu ekki til greina. Þeir ætli sér að koma upp kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×