Erlent

Ríkislögreglustjóri fékk engar upplýsingar um Íslending hjá ISIS

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
ISIS hafa einnig verið nefnd Islamic state eða Daesh.
ISIS hafa einnig verið nefnd Islamic state eða Daesh. Vísir/AFP
Haraldur Johannesson ríkislögreglustjóri segist engar upplýsingar hafa fengið um það frá erlendum samstarfsaðilum sínum að Íslendingur hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Greint var frá því í gær að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin á árunum 2013-2014.

Þetta kemur fram í gögnum sem var lekið til sjónvarpsstöðvanna NBC og SKY í síðasta mánuði. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.

Sjá einnig: Íslendingur sagður í starfsmannaskjölum ISIS

Vísir sendi einnig fyrirspurn til embættis ríkislögreglustjóra í september 2014 um möguleika á því að íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það heldur þá en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin.


Tengdar fréttir

Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS

Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×