Erlent

Frakklandsforseti fagnar Panamaskjölunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands, fagnar lekanum á Panamaskjölunum svokölluðu sem nú eru til umfjöllunar um allan heim. Í skjölunum er ljóstrað upp um aflandsfélög fólks í skattaskjólum erlendis. Þetta kom fram í máli Hollande í morgun.

„Ég get fullvissað ykkur um að eftir því sem upplýsingarnar koma fram þá munu fara fram rannsóknir, mál verða stofnuð og dómsmál höfðuð,“ hafa erlendir miðlar á borð við ITV eftir Frakklandsforsetanum.

„Uppljóstrunin eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur úr vösum þeirra sem svindla.“


Tengdar fréttir

Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg

Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×