Erlent

Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ýmsir núverandi og fyrrverandi þjóðhöfðingjar eiga eða eru nátengdir fólki sem á aflands­félög. Þetta kemur fram í Panamaskjölunum svokölluðu. Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir.

Þau félög sem erlendir fjölmiðlar, á borð við Guardian, BBC og Washington Post, fjalla einna mest um eru aflandsfélög Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Sergei Rolgudin. Rolgudin er æskuvinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og guðfaðir dóttur hans.

Í umfjöllun BBC um mál Pútíns kemur fram að Rússlandsbanki hafi stýrt að minnsta kosti tveggja milljarða Bandaríkjadala peningaþvætti fyrir nána vini forsetans. Á meðal þeirra er Sergei Rolgudin.

Nokkrir fyrrum þjóðhöfðingjar sem eiga eða áttu aflandsfélög

Mauricio Macri, forseti Argentínu

Ayad Allawi, fyrrum forsætisráðherra Íraks

Haman bin Khalifa Al Thani, fyrrverandi emír Katar

Salman bin Abdulaziz bin Abdulrahman Al Saud, konungur Sádi-Arabíu

Khalifa bin Zayed bin Suldan Al Nayhyan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu

Áhrifamenn sem tengjast aflandsfélögum í gegn um nákomna

Vladimír Pútín, forseti Rússlands

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands

Muammar Gaddafi, fyrrverandi forseti Líbíu

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands

Lionel Messi, knattspyrnumaður

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×