Erlent

Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Forsvarsmenn Þýska dagblaðsins Sueddeutsche Zeitung segja að þeir muni ekki birta Panamaskjölin svokölluðu í heild sinni. Ástæða þess sé að hluti gagnanna eigi ekki erindi við almenning.

Samkvæmt AP fréttaveitunni verður gögnunum heldur ekki komið til lögreglustofnanna.

Vísir/GraphicNews
Dagblaðið fékk gögnin frá ótilgreindum aðila fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur gögnunum verið deilt, að fullu eða að hluta til, með tilteknum fjölmiðlum um allan heim.

Sueddeutsche Zeitung segja að þeir viti ekki hver heimildarmaður þeirra er, en forsvarsmenn Mossack Fonseca segja að gögnunum hafa verið stolið í tölvuárás.

Yfirvöld í Panama hafa sakað ríkar þjóðir um að ráðast á fjármálakerfi sitt með ósanngjörnum hætti og án þess að taka tillit til eigin galla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.