Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 10:40 Úr kvikmyndinni The Fifth Estate þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Julian Assange. Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“ Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“
Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32
Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41
Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58