Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2013 12:58 Frá tökum myndarinnar en til hægri getur að líta þá Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira