Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 10:32 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify] Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify]
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira