Árásarmennirnir í Brussel bræður Bjarki Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:16 Lögregla í Brussel segir árásarmennina í gær hafa verið bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Mannsins til hægri er enn leitað. Vísir/AFP Árásarmennirnir tveir sem gerðu sprengdu sjálfa sig í Brussel í gær voru bræður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af. Þetta hafa belgískir fjölmiðlar eftir lögreglunni þar í landi nú í morgun. Mennirnir eru sagðir hafa heitið Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Lögregla leitar enn manns sem náðist á mynd með þeim bræðrum stuttu fyrir sprengingarnar á Zaventem-flugvellinum. Lögregla segir að Khalíd hafi leigt íbúðina þar sem til skotbardaga við lögreglu kom í síðustu viku. Í íbúðinni fundust fingraför Salah Abdeslam, eins þeirra sem stóð að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem síðar var handtekinn. Á fjórða tug manna létu lífið í hryðjuverkaárásum í Brussel í gær, annars vegar á flugvellinum og hins vegar í neðanjarðarlest nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Að því er belgískir miðlar greina frá, sprengdi Brahím sig á flugvellinum og Khalíd í lestinni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu.Uppfært 10.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir erlendum miðlum að bræðurnir hefðu báðir sprengt sig á flugvellinum en nú hefur komið fram að annar þeirra er talinn hafa sprengt sig á flugvellinum og hinn í lestinni, um klukkustund síðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Árásarmennirnir tveir sem gerðu sprengdu sjálfa sig í Brussel í gær voru bræður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af. Þetta hafa belgískir fjölmiðlar eftir lögreglunni þar í landi nú í morgun. Mennirnir eru sagðir hafa heitið Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Lögregla leitar enn manns sem náðist á mynd með þeim bræðrum stuttu fyrir sprengingarnar á Zaventem-flugvellinum. Lögregla segir að Khalíd hafi leigt íbúðina þar sem til skotbardaga við lögreglu kom í síðustu viku. Í íbúðinni fundust fingraför Salah Abdeslam, eins þeirra sem stóð að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem síðar var handtekinn. Á fjórða tug manna létu lífið í hryðjuverkaárásum í Brussel í gær, annars vegar á flugvellinum og hins vegar í neðanjarðarlest nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Að því er belgískir miðlar greina frá, sprengdi Brahím sig á flugvellinum og Khalíd í lestinni. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu.Uppfært 10.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir erlendum miðlum að bræðurnir hefðu báðir sprengt sig á flugvellinum en nú hefur komið fram að annar þeirra er talinn hafa sprengt sig á flugvellinum og hinn í lestinni, um klukkustund síðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp. 22. mars 2016 20:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38