Minnast látinna ættingja og vina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2016 12:36 Minnisvarði við Joseph Koenig skólann í Þýskalandi. Sextán nemendur og tveir kennarar létu lífið þegar Germanwings flugvélinni var brotlent í frönsku ölpunum. Vísir/EPA Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Sjá meira
Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Sjá meira
Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37
„Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34
Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44
Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42
Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31
Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49
Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58