Erlent

Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mögulegt er að skipta þurfi um tvo hreyfla vélarinnar.
Mögulegt er að skipta þurfi um tvo hreyfla vélarinnar. mynd/heimasíða iron maiden
Ed Force One, flugvél Iron Maiden, laskaðist á flugvelli í Santiago, höfuðborg Chile, í dag. Verið var að draga vélina af dráttarbíl þegar vélin losnaði frá bílnum og rann stjórnlaust á hann. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu sveitarinnar.

Tveir flugvallarstarfsmenn, sem stýrðu dráttarbílnum, slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er nánast vitað hvernig þeim heilsast. Vélin sjálf er töluvert skemmd og mun umtalsverður tími fara í viðgerðir áður en hún getur flogið á ný.

Í yfirlýsingunni segir að sem betur fer hafi tónleikagræjur sveitarinnar, sem eru um tuttugu tonn að þyngd, ekki verið komnar um borð í vélina og því ætti að vera hægt að koma þeim til Cordoba og Buenos Aires, í Argentínu, þar sem næstu tónleikar sveitarinnar eru áætlaðir.

Líkt og fram kom í samantekt Vísis fyrir skemmstu þá er flugvél sveitarinnar leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn hennar íslensk. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickenson, er flugmaður og starfaði um tíð hjá Iceland Express.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×