Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 21:25 Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. Vísir/Getty Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi. Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Breska þungarokkssveitin Iron Maiden boðar heljarinnar tónleikaferð um heiminn á heimasíðu sinni þar sem fyrirhugaðir eru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Sveitin mun ferðast 88.500 kílómetra á þessu ferðalagi sínu og verður það gert á Boeing 747-400 breiðþotu sem leigð er af flugfélaginu Air Atlanta Icelandic. Sveitin gefur út plötuna The Book of Souls fjórða september næstkomandi sem er fyrsta plata þeirra í fimm ár. Söngvari sveitarinnar, Bruce Dickinson, er um þessar mundir við æfingar til að fá flugréttindi á þessa tilteknu flugvél sem er tvisvar sinnum stærri og þrisvar sinnum þyngri en Boeing 757-200. Vélin mun flytja meðlimi Iron Maiden, starfsfólk og 12 tonn af búnaði til 35 landa árið 2016. Dagskrá tónleikaferðarinnar hefur ekki verið fullkláruð en sveitin hefur þó opinberað að hún muni halda þrenna tónleika í Bandaríkjunum í febrúar en þaðan verður haldið til Suður-Ameríku þar sem sveitin mun leika á tónleikum í Mexíkó, El Salvador og Kosta Ríka, Argentínu, Chile og Brasilíu. Við lok þeirrar ferðar mun sveitin halda aftur til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika á tíu tónleikum áður en hún fer til Kanada í apríl. Síðar í apríl verður sveitin í Japan áður en hún heldur til Kína. Þaðan er förinni heitið til Nýja Sjálands og Ástralíu í maí mánuði. Evróputúr sveitarinnar hefst í maí og lýkur í ágúst. „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri,“ segir Bruce Dickinson á heimasíðu Iron Maiden. Hann segir þessa vél þeim kostum búin að þeir geta komið allri sviðsmyndinni og tækjum fyrir í vélinni án þess að þurfa að gera miklar breytingar líkt og þeir hefðu þurft að gera á minni vélum. Þá mun einnig fara vel um meðlimi sveitarinnar og starfsfólk og verður nóg af plássi til að leggja sig á löngu ferðalagi.
Tengdar fréttir Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15 Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. 4. maí 2015 13:57