Erlent

Lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Ankara

Atli Ísleifsson skrifar
37 manns fórust í árásinni og um tvö hundruð særðust.
37 manns fórust í árásinni og um tvö hundruð særðust. Vísir/AFP
Herskár hópur kúrdískra andspyrnumanna sem kallar sig TAK, hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás í Ankara í Tyrklandi á dögunum á hendur sér.

37 manns fórust í árásinni og um tvö hundruð særðust.

TAK er með lausleg tengsl við PKK-flokkinn í Tyrklandi sem barðist fyrir sjálfstæði Kúrda uns hann var bannaður með lögum.

Þeir höfðu áður sagst bera ábyrgð á annarri árás sem gerð var í sömu borg fyrir nokkrum vikum.

Í yfirlýsingu segjast samtökin beina árásum sínum að lögreglu- og hermönnum og að ekki hafi staðið til að drepa almenna borgara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×