Íslenski boltinn

Cech: Stjörnufagnið það besta sem ég hef séð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samsett mynd/Getty/Vísir
Petr Cech, markvörður Arsenal og tékkneska landsliðsins, er ekki búinn að gleyma frægum fagnaðarlátum Stjörnunnar sem urðu heimsfræg sumarið 2010.

„Besta fagnið hlýtur að vera það sem íslenska liðið [Stjarnan] gerði fyrir nokkrum árum. Þegar þeir þóttust veiða fisk,“ sagði markvörðurinn geðþekki í viðtali sem birtist á Youtube rás félagsins og má sjá hér fyrir neðan.

„Þeir voru með mikið af góðu efni og ég verð að segja að margt af því gekk mjög vel upp hjá þeim,“ bætti hann við.

Fagnaðarlæti Stjörnunnar vöktu heimsathygli á sínum tíma og fengu leikmenn að kynnast því á sínum tíma, eins og fjallað var um á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Tóku fagn Stjörnustrákanna á MTV

Fögn liðsmanna Stjörnunnar í Pepsi-deild karla sumarið 2011 slógu í gegn víða um heiminn. Lítið hefur farið fyrir fögnum Garðbæinga síðan þá en þau eru þó ekki gleymd úti í hinum stóra heimi.

Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband

Leikmenn Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eru orðnir heimsfrægir fyrir frumlegt laxveiðifagn sitt sem sést best á því að leikmenn hinum meginn á hnettinum eru farnir að fagna eins og Halldór Orri Björnsson, Jóhann Laxdal og félagar í Stjörnuliðinu. Japanskt fagn af Youtube var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×